23.06.2024
Fornleifaskóli barnanna við Valhallarreit
Fornleifaskóli barnanna við Valhallarreit
Í fornleifaskóla barnanna gefst krökkum tækifæri á að leita muna í búðatóftum. Hér gefst tækifæri til að setja sig í spor fornleifafræðings. Fornleifagröftur er einn liður í starfinu en jafnframt þarf að skrá, teikna upp og svo jafnvel greina hvað var fundið og til hvers það var notað.
Fornleifaskólinn er staðsettur á gamla Valhallarreitnum, P5.
Viðburðurinn er öllum opinn og ókeypis.