Almennir viðburðir

27.06.2024

Fimmtudagskvöld á Þingvöllum - Lagaþramm

Fimmtudagskvöld á Þingvöllum Lagaþramm á Þingvöllum. Ragnhildur Helgadóttir lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík fjallar um skráðar og óskráðar réttarreglur - og stjórnarskránna 1874 í fimmtudagskvöldgöngu 27.júní næstkomandi. Gönguferðin hefst kl 20.00 við gestastofuna við Hakið.
23.06.2024

Sungið með landinu á Þingvöllum 23. júní

Tveir kórar koma næstkomandi sunnudag og syngja við Lögberg í Almannagjá. Viðburðurinn er liður í 80 ára lýðveldisafmæli.
23.06.2024

Fornleifaskóli barnanna við Valhallarreit

Fornleifaskóli barnanna við Valhallarreit Í fornleifaskóla barnanna gefst krökkum tækifæri á að leita muna í búðatóftum. Hér gefst tækifæri til að setja sig í spor fornleifafræðings. Fornleifagröftur er einn liður í starfinu en jafnframt þarf að skrá, teikna upp og svo jafnvel greina hvað var fundið og til hvers það var notað. Fornleifaskólinn er staðsettur á gamla Valhallarreitnum, P5. Viðburðurinn er öllum opinn og ókeypis.
20.06.2024

Fimmtudagskvöld á Þingvöllum - Miðdepill evrópskrar eftirtektar

Fimmtudagskvöldgangan verður leidd af Stefáni Pálssyni sagnfræðingi.
16.06.2024

Sungið með landinu á Þingvöllum

Kórar munu koma og syngja milli 13:00 - 16:00. Kórarnir munu syngja við Lögberg í Almannagjá.
16.06.2024

Lýðveldi í 80 ár - 16. júni

Hátíðarhöld á Þingvöllum í tilefni 80 ára lýðveldisafmælis.
15.06.2024

Heill heimur af börnum - börn setja mark sitt á Íslandskortið

Í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá stofnun lýðveldis á Íslandi hefur verið efnt til verkefnisins „Heill heimur af börnum – börn setja mark sitt á Íslandskortið“. Börn á Íslandi miðla á skapandi hátt á nýju gagnvirku Íslandskorti því sem þeim finnst mikilvægt og áhrifaríkt í lífi sínu og umhverfi.
13.06.2024

Fimmtudagskvöld á Þingvöllum - Íslands 80 ár. 1944 - 2024 - Lýðveldi í þróun

Katrín Jakobsdóttir leiðir göngu kvöldsins Íslands 80 ár. 1944 - 2024 - Lýðveldi í þróun
16.09.2023

Dagur íslenskrar náttúru 2023

Frítt verður á sýninguna Hjarta lands og þjóðar í tilefni dagsins.
10.09.2023

Gul messa í Þingvallakirkju

Gul messa í Þingvallakirkju 10. september klukkan 14:00.
27.07.2023

Fimmtudagskvöld á Þingvöllum

Astrid Lindgren, Guðrún Borgfjörð og Helga hin fagra á Þingvöllum.
20.07.2023

Fimmtudagskvöld á Þingvöllum - Yfirrétturinn á Íslandi: blóðskömm, dulsmál og drykkjuskapur

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir segir frá starfsemi yfirréttarins á alþingi á 18. öld.