Tjaldsvæði

Opnunartímar

Sumaropnun tjaldstæða

Tjaldsvæðin á Leirum og við Vatnskot eru opin frá 01.06.-01.09. 

Við Nyrðri-Leirar er að finna rafmagn, salerni og sturtur. Við Syðri-Leirar eru salerni og sturtur ásamt losunarsvæði ferðaklósetta.

Vetraropnun tjaldstæða

Frá 01.09 - 30.10 verður tjaldsvæðið á Syðri-leirum opið.

Þegar lokað er á grasflötina vegna færðar er heimilt að gista á bílastæðinu framan við þjónustumiðstöðina á Leirum. 

Salernishús og þvottarými er opið allan ársins hring. Sturtum er lokað frá 01.12-01.03 hvern vetur vegna frosts.

Engar bókanir eru fyrir einstaklinga eða hópa á tjaldsvæðið. Greitt er fyrir gistinguna í þjónustumiðstöð þjóðgarðsins.

Gistigjöld

Gjöld geta verið greidd í þjónustumiðstöð sem er opin frá 09:00 - 17:00.

Fullorðnir (18-66 ára) 1.800 kr. nóttin + gistináttagjald
Ellilífeyris- og örorkulífeyrisþegar 900 kr. nóttin + gistináttagjald
Rafmagn, eingöngu Nyrðri-Leirar. Ekki er möguleiki á rafmagni yfir vetrartímann. 1100 kr. nóttin
Gistináttagjald greiðist á gistieiningu hverja nótt ásamt 11% virðisaukaskatti. 600 kr.
Ef greitt er fyrir þrjár nætur, fæst sú fjórða frí og síðan önnur hver upp frá því.   
Hópar (10 eða fleiri) fá 15% afslátt sé gert upp sameiginlega.  

 

Reglur

Leyfilegt er að tjalda á tveimur svæðum innan þjóðgarðsins á Þingvöllum: á Leirum í kringum þjónustumiðstöð þjóðgarðsins og í Vatnskoti við Þingvallavatn.

Sömu reglur um umgengni gilda á tjaldsvæðum þjóðgarðsins og hvarvetna innan hans. Tjaldgestum skal þó sérstaklega bent á að sýna tillitssemi og virða næturró með því að ganga hljóðlega um á milli kl. 24:00 og 08:00.

Á Leirunum skiptast tjaldsvæðin í fjóra hluta sem kallaðir eru Fagrabrekka, Syðri-Leirar, Hvannabrekka og Nyrðri-Leirar. Tjöld eru eingöngu heimil í Fögrubrekku og Hvannabrekku en gott rými og aðstaða er á Syðri- og Nyrðri-Leirum fyrir húsbíla og fellihýsi.

Tjaldsvæðið í Vatnskoti er við gamalt eyðibýli á bökkum Þingvallavatns. Tjaldsvæðið í Vatnskoti er einungis ætlað tjöldum og er öll umferð bifreiða bönnuð um svæðið.

Sorp er látið óflokkað í sorptunnur en tjaldgestum er bent á að sérstakar tunnur eru ætlaðar undir einnota drykkjarílát og notuð grillkol.

Daglegt eftirlit með tjaldsvæðunum er i höndum landvarða sem einnig sinna næturvörslu um helgar. Ef eitthvað ber út af er gestum vinsamlega bent á að snúa sér til þeirra. Einnig skal landvörðum gert aðvart ef misbrestur á umgengni fólks veldur ónæði.