Reipitog er ávalt klassískt leið til að koma sumum skilaboðum á framfæri. Stundum getur kappið þó orðið of mikið.
Skólaheimsóknir
Skólaheimsóknir til Þingvalla hafa verið vinsælar í gegnum árin. Öll skólastig leggja land undir fót og heimsækja Þingvelli á einhverjum tímapunkti. Þó jafnan sé mest að gera í tengslum við slíkar heimsóknir að vori þá er boðið upp á skólamóttöku árið um kring.
Ekki er tekið gjald fyrir móttöku skólahópa enda liggur metnaður þjóðgarðsins í að fræða nýjar kynslóðir um það sem staðurinn hefur að geyma.
Í skólamóttökum bjóðum við upp á tvo valkosti þó vitaskuld er hægt að útfæra eða breyta ef það hentar hópnum. Við aðlögum efni fræðslunnar að þeim aldri sem kemur í heimsókn.
Leið 1 Gestastofa Haki – Lögberg – Flosagjá 60 mínútur.
Hópur kemur að gestastofu á Haki, P1. Landvörður tekur á móti hópi og leiðir inn.
Byrjað er á kynningu innandyra eða inn á sýningunni Hjarta lands og þjóðar - https://www.thingvellir.is/afthreying/gestastofa/.
Því næst er farið út út og gengið niður í Almannagjá, stoppað 1-2 á leiðinni og jarðfræði útskýrð.
Því næst farið á Lögberg og farið í sögu Alþingis.
Þaðan er farið yfir brýrnar við Öxará og endað við Flosagjá / Peningagjá.
Leið 2 Gestastofa Haki - Lögberg - Öxarárfoss - Langistígur 90 mínútur.
Hópur kemur að gestastofu á Haki, P1. Landvörður tekur á móti hópi og leiðir inn.
Byrjað er á kynningu innandyra eða inn á sýningunni Hjarta lands og þjóðar - https://www.thingvellir.is/afthreying/gestastofa/.
Farið út og gengið niður Almannagjá og jarðfræði útskýrð. Göngu er haldið áfram að Lögbergi og farið í sögu Alþingis. Þaðan er haldið að Drekkingarhyl og saga þungs dómskerfis útskýrt.
Því næst er stoppað við Prestakrók og rætt um Lögréttu. Þaðan er svo haldið að Öxarárfossi og svo inn Stekkjargjá og endað við bílastæði P3 þar sem rúta pikkar hópinn upp.
Stórir hópar
Ef hópur nemenda fer yfir 50 er reynt að skipta honum í tvennt það fer þó eftir mannskap sem til er á staðnum.
Gott er að hafa samband í gegnum torfi@thingvellir.is eða thingvellir@thingvellir.is og spyrjast fyrir um móttöku.
Langflestir koma og heimsækja þinghelgina. Vitaskuld er hægt að útfæra aðrar leiðir ef vilji er ti.
Þingvellir