Móttaka & fræðsla

Tilvist þjóðgarðsins byggist á fræðslu til sem flestra. Þó vissulega séu skólahópar í miklum meirihluta hefur þjóðgarðurinn einnig tekið á móti fjölmörgum hópum frá stofnunum, félagasamtökum og ferðahópum (h)eldri borgara.

Hægt er að bjóða upp á mislangar fræðslugöngur á Þingvöllum en ekki síður móttöku í gestastofu, þar sem við höfum upp á að bjóða fyrirlestrasal sem rúmar 100 manns. 
Þá er svo einnig hægt að taka á móti hópum inn á sýningu þjóðgarðsins Hjarta lands og þjóðar.

Fjölmenni?

Það koma mismargir í móttökur hjá okkur en þó sjaldan svona margir.