Störf í boði

Tímabundin störf við landvörslu - þjóðgarðurinn á Þingvöllum

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum auglýsir eftir landvörðum. Umsóknir skulu berast í gegnum  starfatorg.is.

Störf landvarða hjá þjóðgarðinum á Þingvöllum eru fjölbreytt, skemmtileg og krefjandi.

Um er að ræða starf frá október til 15. maí 2024, með möguleika á framlengingu. Um vaktavinnu er að ræða. Þjóðgarðurinn útvegar farartæki frá fyrirfram ákveðnum stöðum innan höfuðborgarsvæðisins sem starfsfólk getur nýtt sér til að komast á starfsstöð. 

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Starf við landvörslu felst m.a. í eftirliti með náttúru og umhverfi Þingvalla, umgengni, veiði, tjaldsvæðum og þjónustu við ferðamenn. Landverðir sjá um fræðslu, upplýsingagjöf og móttöku gesta, sinna léttu viðhaldi á innviðum, þrifum, upplýsingagjöf í þjónustumiðstöð og gestastofu á Haki ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. 

Hæfniskröfur 
  • Reynsla af landvörslu eða landvarðarréttindi er kostur en ekki skilyrði 
  • Grunnþekking í skyndihjálp er kostur en ekki skilyrði 
  • Kunnátta í íslensku og ensku er skilyrði. Frekari tungumálakunnátta er kostur 
  • Ökuréttindi og hæfni til að aka jeppum, bæði sjálf- og beinskiptum er skilyrði 
  • Reynsla af útivist og náttúrutúlkun er kostur en ekki skilyrði 
  • Umsækjandi þarf að búa yfir frumkvæði, vera jákvæður og með ríka þjónustulund 
  • Krafa er gerð um hæfni í mannlegum samskiptum 
  • Umsækjendur þurfa að tileinka sér þekkingu á þjóðgarðinum og nærumhverfi hans 
  • Umsækjendur þurfa að geta gengið í öll þau störf sem fyrir þá eru lögð 
Frekari upplýsingar um starfið 

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. 

Ferilskrá skal fylgja umsókn og skulu umsóknir fara í gegnum https://island.is/starfatorg 

Öll kyn eru hvött til að sækja um. 

Starfshlutfall er 100% 

Umsóknarfrestur er til og með 02.10.2023 

Nánari upplýsingar veitir 

Jóna Kolbrún Sigurjónsdóttir, jona@thingvellir.is 

Fanney Einarsdóttir, fanney@thingvellir.is