Messuhald um hátíðir
Hátíðarmessa verður í Þingvallakirkju klukkan 14:00 á jóladag. Sóknarprestur séra Dagur Fannar Magnússon stýrir messunni. Hátíðlegt er um að litast þessa dagana á Þingvöllum þó erfitt sé að koma á staðinn. Búast má við að fært verði orðið á jóladag til Þingvalla og þjóðgarðurinn allur í hvítum búningi.
Þá verður og hátíðarmessa á nýársdag í Þingvallakirkju klukkan 14:00 og þá leiðir séra Kristján Valur Ingólfsson fyrrum vígslubiskup þjónustuna. Allajafna ríkir einstök kyrrð á nýársdag á Þingvöllum og um að gera að njóta nýs árs með fallegri messu.
Þingvallakirkja í snjóbúningi
Mynd tekin af Þingvallakirkju í fyrra. Taka má sérstaklega eftir nýjum kopar í þaki Þingvallabæjar en skipta varð um þak á bænum.
Þingvellir Þjóðgarður