Lýðveldi í 80 ár - 16. júni

Velkomin til Þingvalla - Dagskrá sunnudaginn 16. júní

Hátíðarhöldin í tilefni 80 ára lýðveldis halda áfram í dag 16. júní. Fullt af viðburðum og matarvagnar verða á Valhallarreitnum allan daginn fram á kvöld. Kort af svæðinu má nálgast hér í pdf formi.  Frítt er á bílastæði og sýninguna Hjarta lands og þjóðar í gestastofu í þjóðgarðsins.

11:00 Gengið til góðs - Lýðveldið Ísland á tímamótum
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands gengur með gesti frá Haki, niður Almannagjá og endar við Valhallarreitinn. 
Staðsetning – Gestastofa Hak

11:00 Ferðafélag barnanna skundar á Þingvöll
Ferðafélag barnanna býður upp á göngu á þingvöllum í tilefni 80 ára lýðveldisafmæli íslensku þjóðarinnar. Gengið verður frá geststofunni á Haki, niður Almannagjá og að Öxarárfossi. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Ferðafélags barnanna.

13:00 - 22:00 Matarvagnahátíð á Valhallarreitnum
Matarvagnar í samstarfi við Reykjavík Street Food verða við Valhallarreitinn. Þar geta gestir keypt sér veitingar í föstu og fljótandi formi. 

13:00 – 16:00 Sungið með landinu á Þingvöllum
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setur kórahátíð í Almannagjá við Lögberg. Fjöldi kóra mun skiptast á að syngja við Lögberg á hálftíma fresti. Sjá nánar á viðburðinum Kórahátíð.
Kóradagskrá 16. júní við Lögberg í Almannagjá.
13:00 Samkór eldri borgara
13:30 Karlakór Kjalnesinga
14:00 Kammerkór Áskirkju
14:30 Hljómfélagið
15:00 Kvennakór Háskólans
15:30 Raddbandafélag Reykjavíkur
Staðsetning – Lögberg

13:00 – 16:00 Fornleifaskóli barnanna
Fornleifaskóli barnanna verður starfandi við Valhallarsvæðið sem gefur krökkum tækifæri á að setja sig í spor fornleifafræðinga, grafa eftir hlutum og teikna upp rústir.
Staðsetning – Valhöll 

13:00-17:00 Víkingar
Víkingatjöld verða uppsett á búðarústum á nokkrum stöðum norðan Valhallareitsins ásamt því að víkingar og handverksmenn sýna verk sín um leið.
Staðsetning – Valhöll 

14:00 – 16:00 Teymt undir börnum við Öxará
Börnum er boðið að kynnast íslenska hestinum við bakka Öxarár.
Staðsetning – Valhöll 

15:00 Glíma
Glímusýning verður í boði Glímusambands Íslands. Gestir fá bæði að sjá fagmenn leika listir sínar í þessari fornu þjóðaríþrótt íslendinga. 
Staðsetning – Valhöll

16:00 Fjallkonan snýr aftur
Á lýðveldishátiðinni 17. Júní 1944 „gleymdist“ fjallkonan í öllum hátíðarhöldunum og slæma veðrinu. Nú mun fjallkonan fá uppreist æru og stíga upp á pall á Lögbergi.
Staðsetning – Lögberg

15:00 Glíma
Glímusýning verður í boði Glímusambands Íslands. Gestir fá bæði að sjá fagmenn leika listir sínar en einnig að reyna á sína eigin kunnáttu í þessari þjóðaríþrótt.
Staðsetning – Valhöll

16.00 – 21:30 Söngvavaka á Valhallarreitnum á Lýðveldishátið

16:00 Góss
16.30 Leikhópurinn Lotta söngvasyrpa
17.30 Bubbi
18.30 Valdimar
19.45 Raddbandafélag Reykjavíkur
20.00 Reiðmenn Vindanna, GDRN og Helgi Björns
Staðsetning – Valhöll


Ókeypis verður á bílastæði í þjóðgarðinum og sýninguna Hjarta lands og þjóðar dagana 15-17. júní.