Gul messa í Þingvallakirkju
Sunnudag, 10. september 2023 er Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga. Af þessu tilefni verður kallað til "Gulrar messu" þann 10. september - eftir viku - bæði í Skálholtskirkju kl. 11:00 og síðan Þingvallakirkju kl. 14:00. Sr. Jóhanna Magnúsdóttir þjónar sem prestur og Jón Bjarnason spila á orgel.
Þjóðkirkjan ákvað að taka þátt í samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum - sem kallast "Gulur september".
Það er von undirbúningshópsins að gulur september auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna og sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju.
Aðrir sem standa að verkefninu eru fulltrúar frá Embætti landlæknis, Geðhjálp, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta samtökunum , Rauða krossi Íslands, SÁÁ, Sorgarmiðstöð og Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar.
Messa verður næsta sunnudag. 10. september, klukkan 14:00.
Þingvellir Þjóðgarður