Fornleifaskóli barnanna
Í fornleifaskóla barnanna gefst krökkum tækifæri á að leita muna í búðatóftum. Hér gefst tækifæri til að setja sig í spor fornleifafræðings. Leitin er einn liður í starfinu en jafnframt þarf að skrá, teikna upp og svo jafnvel greina hvað var fundið og til hvers það var notað.
Fornleifaskólinn er staðsettur á gamla Valhallarreitnum, P5. Viðburðurinn er öllum opinn og ókeypis.

Fornleifaskóli í bígerð
Það reynir aðeins á að gera fornleifaskólann tilbúinn. Hér er vaskt starfsfólk að störfum.
Þingvellir