Sprungur, misgengi og flekaskil á Þingvöllum og Páll Einarsson
Gangan hefst klukkan 20:00 frá gestastofunni við Hakið og er öllum opin og ókeypis.
Farið verður niður og um Almannagjá að Flosagjá og svo áfram að völlunum. Spurningunni um Hreppana og Hreppaflekann verður velt upp og kannski svarað.
Flekarnir þrír á skýringarmynd
Miðatlantshafshryggurinn er sýndur hér fara í gegnum Ísland. Þá er Hreppaflekkinn þessi fyrir miðju vel sýndur hér.
Þingvellir þjóðgarður / Gagarín
Í göngunni munu verður tekið fyrir misgengi, sprungur, sprungusveimir ogflekaskil. Jafnframt farið inn á uppruna og aldur hrauna, eldstöðvakerfi og síðustu gos á Vesturgosbeltinu.
Gangan verður lífleg og skemmtileg eins og Ísland virðist vera þessa dagana.
Ein af mörgum gjám Þingvalla
Þingvellir þjóðgarður