Fimmtudagskvöld á Þingvöllum Guðni Ágústsson fjallar um Jónas Hallgrímsson.
Gangan með Guðna um hann Jónas Hallgrímsson byrjar klukkan 20:00 við Gestastofuna á Haki og er öllum opin og ókeypis.
Guðni Ágústsson hefur oft verið í fríðu föruneyti. Forvitnilegt verður að vita hvort hann fari í 19. aldarföt núna eins og hann hefur áður klætt sig í fornaldarföt.
Gangan um Jónas Hallgrímsson listaskáldið verður leidd af Guðna Ágústssyni en með honum koma góðir gestir eins og geðlæknirinn geðþekki Óttar Guðmundsson. Þá flytur Sólveig Arnarsdóttir leikkona ljóð eftir Jónas.
í þessu fríða föruneyti verður með Karlakór Kjalnesinga.
Oft hefur verið margmenni og góðviðri í göngum á Þingvöllum.
Torfi Stefán Jónsson tók mynd