Allar leiðir liggja til Þingvalla
Fimmtudaginn 16. júní fjallar Bjarki Bjarnason rithöfundur um gamlar þjóðleiðir sem liggja til og frá Þingvöllum. Gangan hefst klukkan 20 frá gestastofunni á Haki og lýkur við Þingvallakirkju. Er hún öllum opin og ókeypis.
Margar þeirra mynduðust þegar fólk úr öllum landshlutum hélt til Alþingis, ýmist gangandi eða ríðandi, en fleiri nýttu sér þessar leiðir, til dæmis vermenn og einnig erlendir ferðamenn þegar þeir tóku að hópast til Íslands á 19. og 20. öld. Fyrstu leiðirnar voru mótaðar af fótum manna og hesta, síðar komu hestvagnavegir til sögunnar og loks bílvegir. Bjarki gjörþekkir þessa sögu en hann er einn af höfundum Árbókar FÍ um Mosfellsheiði og bókarinnar „Mosfellsheiðarleiðir“ sem komu út árið 2019. Gangan hefst á Hakinu kl. 20 og lýkur við Þingvallakirkju.
Margar leiðir liggja til Þingvalla. Ein þeirra er leiðin yfir Mosfellsheiði. Enn er gatan vel sýnileg og fær.
Torfi Stefán Jónsson tók mynd.
Margar leiðanna mynduðust þegar fólk úr öllum landshlutum hélt til Alþingis, ýmist gangandi eða ríðandi, en fleiri nýttu sér þessar leiðir, til dæmis vermenn og einnig erlendir ferðamenn þegar þeir tóku að hópast til Íslands á 19. og 20. öld.
Fyrstu leiðirnar voru mótaðar af fótum manna og hesta, síðar komu hestvagnavegir til sögunnar og loks bílvegir. Bjarki gjörþekkir þessa sögu en hann er einn af höfundum Árbókar FÍ um Mosfellsheiði og bókarinnar „Mosfellsheiðarleiðir“ sem komu út árið 2019.