Á bak við tjöldin

Gangan hefst klukkan 20:00 frá gestastofunni á Haki. 

Erla Hulda Halldórsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir og Ragnheiður Kristjánsdóttir, höfundar bókarinnar Konur sem kjósa, leiða síðustu göngu sumarsins. Gangan er tileinkuð sögu kvenna á Þingvöllum.

 

Í aldanna rás hefur á völlunum verið haldið þing og hátíðir þar sem karlar hafa fengið allt sviðsljósið. Jafnvel það mikið að stundum hefur þó þeim konum sem ætlað var hlutverk, eins og fjallkonunni, hreinlega gleymst.