Ísland - Frá landnámi til fjölmenningar

Fimmtudagskvöld á Þingvöllum

Flestar göngur hafa á einum eða öðrum tímanum viðkomu við Lögberg

Nichole Leigh Mosty, íslenskur og bandarískur ríkisborgari og fyrrverandi þingkona leiðir fimmtudagskvöldgöngu á Þingvöllum.

Nicole fjallar um hvernig eyþjóðin Ísland þróaðist frá því að vera tiltöluleg einsleitt samfélag allt frá landnámi yfir í það lýðræðislega fjölmenningarsamfélag sem það er í dag.

Gangan hefst klukkan 20:00 frá gestastofunni á Haki og eru öllum opin og ókeypis.

Gangan er liður í 80 ára lýðveldisafmæli Íslands.