Ferðaþjónustudagurinn 2024

Ferðaþjónustudagurinn 2024 – takið daginn frá!

Á Ferðaþjónustudeginum 2024, sem haldinn er í samstarfi SAF, Ferðamálastofu, Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs og Þingvallaþjóðgarðs, verður sjónum beint að áskorunum og reynslu af álagsstýringu á áfangastöðum hér á landi sem erlendis og nauðsynlegu samtali stjórnvalda og fyrirtækja í ferðaþjónustu um viðfangsefnið. Þá verður jafnframt horft til þess hvernig álagsstýring birtist í markmiðum og aðgerðum í nýsamþykktri ferðamálastefnu.

Ráðstefnan á meðal annars erindi við eigendur, stjórnendur og starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja sem og aðra hagsmunaaðila, þ.á.m. stjórnmálamenn og starfsfólk ráðuneyta, sveitarfélaga og stjórnsýslustofnana sem snerta reglusetningu og stýringu ferðaþjónustu á fjölbreyttan hátt, eigendur áfangastaða í einkaeigu og fjárfesta, rannsóknaraðila. Öllum sem vilja afla sér aukinnar þekkingar á þróun ferðaþjónustu á Íslandi næstu ár er velkomið að taka þátt.

Hlekkur: Tryggðu þér miða!

https://tix.is/is/harpa/buyingflow/tickets/18254/

Hlekkur: Dagskrá Ferðaþjónustudagsins 2024

https://www.saf.is/ferdathjonustudagurinn-2024/

Álagsstýring – áskoranir og tækifæri

Á ráðstefnunni verður fjallað um álagsstýringu á fjölsóttum ferðamannastöðum, þar sem sjónum verður meðal annars beint að áskorunum og reynslu hér á landi sem og erlendis og samtali stjórnvalda og fyrirtækja í ferðaþjónustu um þetta mikilvæga viðfangsefni.

Þá verður jafnframt horft til nýsamþykktrar ferðamálastefnu í þessu samhengi sem leggur áherslu á þrjár víddir sjálfbærnihugtaksins – efnahag, samfélag og umhverfi.

Erlendir og innlendir fyrirlestrar ásamt umræðum

Fyrirlesarar frá stofnuninni Department of Conservation í Nýja Sjálandi, Visit Scotland og Þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna (e. National Park Service) munu segja frá skipulagi álagsstýringar á ferðamannastöðum í þessum þremur löndum, rýna í raundæmi og fjalla um reynslu af útfærslu og framkvæmd stýringar á álagi í samhengi við ávinning og áskoranir ferðaþjónustufyrirtækja.

Takið mánudaginn 7. október frá!

Nánari upplýsingar um dagskrá og miðasölu verða kynntar í byrjun september. 

Facebook viðburð má nálgast hér.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa, Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarður og Þingvallaþjóðgarður