Spöngin er 300 metra langur hraunrimi milli Flosagjár og Nikulásargjár norðan Þingvallatúns. Spöngin hefur verið mörgum listamanninum innblástur í gegnum tíðina.
Á Spönginni miðri sést móta fyrir tóftum og tóftabrotum. Sumar tilgátur ganga út á að hér hafi heiðna-Lögberg verið áður eða þá Lögrétta staðsett á ófriðarþingum. Auðvelt var að verja mönnum inngöngu inn hraunrimann.

Spöngin
Langur hraunriminn klýfur Flosagjá.
þingvellir þjóðgarður