Árnateigur

Google Maps

Árnateigur

„Þar upp af, upp undir Selfjall, heita Dokkur (44). Það eru melstallar upp, þar til komið er í Selfjallshæðina, og gilskorningar á milli. Grasteigar eru í Dokkunum, og þar var slegið annaðhvort ár. Oft var erfitt að finna heyskaparfólkið í lautunum, t.d. þegar því var færður matur. Varð þá að fara upp á hæstu hóla til að sjá það. Víða eru lækjaseytlur þarna í landinu. Er kemur innar með ánni, heitir Árnateigur (45), austur af Dokkunum. Niður hann rennur lækur, myndaður af dýjavætlum fyrir ofan. Haraldur hefur heyrt, að teigurinn sé kenndur við kaupamann, sem Árni hét (á korti er Arateigur)“ segir í örnefnaskrá Brúsastaða.

Árnateigur er grasteigur norðan Selfjalls í landi Brúsastaða, vestan Öxarár. Teigurinn er talinn vera kenndur við kaupmann nokkurn, sem Árni hér. Hann er merktur Arateigur á eldri kortum.