Árfarsbakkar

Google Maps

Árfarsbakkar

„Í vesturjaðri hraunsins suður af Kárastöðum nefnist Árfar (42) og Árfarsbakkar (43)“ segir í örnefnalýsingu Kárastaða.

Árfarsbakkar er örnefni sunnan Kárastaða. Það tengist svonefndu Árfari sem liggur þar suður eftir flötunum niður að Þingvallavatni. Örnefnið er ekki skilgreint sérstaklega í lýsingum en á væntanlega við um valllendisbakka meðfram Árfarinu. Hnitið er ónákvæmt og aðeins til viðmiðunar.