Árfar
„Dálítið neðan-við túnið á Kárastöðum liggur vegurinn yfir Árfar (4). Er það all-breiður, en grunnur, farvegur, sem oftast er þur á sumrum. Nafnið kemur af því, að stundum í leysingum stíflast Öxará af krapi og íshröngli fyrir innan Brúsastaði og flæðir þá vestur hraunið, sunnan-undir Stórhöfða, og hefur myndað sjer þar farveg greinilegan; sameinast hún svo lækjarseytlum, er koma úr giljunum fyrir ofan Kárastaði, og rennur svo niður hraunið út í Þingvallavatn“ segir í örnefnalýsingu um Mosfellsheiði.
Enn fremur er sagt í örnefnaskrá Kárastaða: „Í vesturjaðri hraunsins suður af Kárastöðum nefnist Árfar (42) og Árfarsbakkar (43), en þar mun Öxará eitt sinn hafa runnið. Vestan við Árfar eru Ásendahólar (44) og Digravarða (45), en austan við er Hundaker (46).“