Álfasteinn

Google Maps

Álfasteinn

„Kárastaðaás (63) er misgengi ofan við bæinn og liggur frá suðvestri til norðausturs. Á honum eru Háás (64) og Lágás (65). Á ská upp ásinn liggur Sniðgata (66), og vestar á honum heitir Jarðfall (67). Austan til á Háásnum er stór steinn, líkur húsi í laginu, og heitir hann Álfasteinn (68). Vestarlega undir Kárastaðaás er Nónmelur (69) og Mógrafir (70)“ segir í örnefnalýsingu Kárastaða.

Álfasteinn er stór steinn á Háási, ofan Kárastaða, sem þykir líkur húsi í laginu. Engar sögur eru til um steininn og nákvæm staðsetning hans er óljós.