Nikulásargjá

Google Maps
Nikulasargja Peningagja
Nikulásargjá
Nikulásargjá - Peningagjá

Horft til suðurs af brúnni yfir gjána. Gjáin ber tvö nöfn, annars vegar Nikulásargjá og Peningagjá.

Gjáin er kennd við Nikuás Magnússon sýslumann Rangárvallasýslu á Suðurlandi á 18. öld. Nikulás eins og aðrir sýslumenn þurftu gjarnan að mæta til þings þegar þeir fylgdu þangað afbrotamönnum, en fullnusta dóms fór fram á Þingvöllum. 

Sumarið 1742 var Nikulás mættur til Alþingis. Samkvæmt samtímalýsingu var hann mjög kátur fyrstu dagana en dró sig svo skyndilega í hlé og sat einn að drykkju í búð sinni. Eina nóttina rauk hann út úr búðinni og týndist.

Strax um morguninn var hafin leit að honum og fannst hann drukknaður í gjá einni sem síðan er kennd við hann og kölluð Nikulásargjá. Var hann dreginn upp úr gjánni og grafinn í kirkjugarðinum á Þingvöllum, en sú gröf er nú týnd. Andlát hans var skráð sem drukknun en ekki sjálfsvíg, því þá hefði ekki mátt jarða hann í vígðri mold og ættingjar hans hefðu ekki fengið að erfa eigur hans.