
Nes-Nautatangi
Nes-Nautatangi liggur við norðausturhluta Þingvallavatns.
Þingvellir Þjóðgarður
Nautatangi er austan við Grunnhólavík og skagar tanginn þar langt út í vatn. Upp undan Nautatöngum stendur Jórunnarvarða, reist til minningar um konu frá Skálabrekku sem varð þar úti árið 1884.
Nes-Nautatangi er vinsæll veiðistaður, sérstaklega þegar fer að líða á sumarið.