Klukkuhóll er smáhóll rétt norðan Þingvallakirkju, í svonefndu Kirkjutúni. Hóllinn er að einhverju leyti manngerður, samanstendur af fornum, óþekktum mannvirkjaleifum. Getgátur hafa verið um að þar hafi kirkjan áður staðið en ekkert hefur verið rannsakað frekar í þeim efnum.