Klofhóll (í landi Hrauntúns) er hóll sunnan Háskygnirarhólum (Skyggnisháhólum). Frá Skyggnisvörðu, við túnfótinn austan Hrauntúns, liggur slakki í hrauninu austur að Klofhól. Þar eru þrír sprungnir hólar sjáanlegir og hefur örnefnið líklega átt við um einn þeirra. Svæðið er skammt norðan Einiberjahæða, rétt vestan Girðingargötu.