Kirkjutún

Google Maps

Kirkjutún er hluti af túni Þingvallabæjar og er staðsett austan Þingvallakirkju. Vestast á því er Klukkuhóll. Kirkjutún afmarkast af hraunbrún í norðri; þar var túngarður áður fyrr. Þar er slétt grasflöt og lágar dældir þar sem útihús voru áður fyrr. Þar gat Sigurður málari einnig um fornar þingbúðir. Í austri afmarkast Kirkjutún af Skötutjörn og sprungunum sem liggja úr henni, Skötugjá og Kattargjá. Þjóðargrafreiturinn var reistur í miðju Kirkjutúni á stríðsárunum og er hann helsta kennileiti túnsins að kirkjunni undanskilinni.