Kattargjá (stundum rituð Kattagjá) er sprunga sem liggur vestan við og samsíða Skötugjá, skammt austan Þingvallabæjar. Gjáin markar austurenda Kirkjutúns. Gjáin er vatnsfyllt, mjó og að stóru leyti hulin trjágróðri í dag. Ekki er minnst á tildrög nafnsins í örnefnaskrám.