Kastalar eru tveir sprungnir hraunhólar. Nafnið er ekki talið gamalt. Nyrðri mörk þinghelginnar eru gjarnan ákvörðuð við Kastala og mörk Efri- og Neðri-Valla. Sá eystri er stærri og aflangur. Hótel Valhöll og fylgihýsi þess voru reist suðaustan hans árið 1898 og þar af var einn kofi reistur í sprungunni í sjálfum hólnum.