Jarpmerarhóll er stór klapparhóll í Bláskógum í austanverðu Lambagjárhrauni, tæpum einum kílómetra norðaustan Hrauntúns. Hóllinn snýr SA-NA og er klofinn í þrennt af djúpum sprungum. Skógarlítil dæld er umhverfis hólinn, sem er rúmlega fjögurra metra hár. Fjöldi fjárgatna liggja austur-vestur nálægt hólnum. Ekki fylgir sögunni hvaða hesti hóllinn er kenndur við.