Jakobshólmi er hólmi í Öxará, skammt vestan Flosagjár. Hólminn er nær landfastur og aðskilinn eystri árbakkanum með lítilli og mjórri árkvísl. Gönguleið liggur yfir Jakobshólma og tvær brýr hvor á sínum endanum sem tengja hólmann við eystri árbakkann og Öxarárhólma.
Nafnbót hólmans er ókunn og er ekki talið að nafnið sé gamalt. Áður lá vegur frá Þingvallabæ langsum yfir hólmann og má enn sjá dauf ummerki þess.