Jafnabrekka (einnig ritað Jafnabrekkur) er gróin og aflíðandi brekka undan austurhlíðum Selfjalls. Samkvæmt örnefnaskrá eru þar „lyng- og valllendisbrekkur, vel gróið land.“ Nokkuð rof er þó í brekkunni. Norðan Jafnabrekku er Náttmálagil og rennur Náttmálagilslækur við brekkuræturnar.