Hvannagjá

Google Maps

Hvannagjá er heitið á hluta Almannagjár milli Tæpastígs og Leynistígs. Hvannagjá er um 1300 metra löng . Leiralækur rann áður óhindraður niður í eina af afgjám Hvannagjár, norðan Tæpastígs. Botn Hvannagjár er myndaður af framburði úr ýmsum farvegum Leiralækjar og að einhverju leyti úr leysingafarvegum frá Ármannsfelli. Hvannagjá tvístrast í ýmsar misbreiðar hliðargjár en meginálma hennar, 400 metra löng, er 30-40 metra breið og 5-10 metra djúp. Við norðurenda hennar er haft, sem hægt er að klöngrast yfir í næstu álmu og kallast svæðið Klauf. Lægri barmur Hvannagjár kallast Hvannagjárbrekka eða Hvannabrekka, þakin birkiskógi.