Hrútabrekkuskógur er heiti á hluta Bláskóga í Þingvallasigdalnum sunnan og suðaustan Skógarkots. Nafnið er dregið af örnefninu Hrútabrekkum. Takmörk hans í suðri er við Leiti og Eyður. Veiðigata, Gjábakkavegur og Klukkustígsleiðin liggja um Hrútabrekkuskóg. Vesturtakmörk skógarins er v Sauðasteina, vestan Veiðigötu, og kallast skógurinn þá Biskupsvörðuskógur.