Hellishóll

Google Maps

Hellishóll er lítill hóll með jarðfalli tæpum hundrað metrum vestan túngarðsins í Hrauntúni. Lítill hellisskúti er í jarðfallinu, innan við fimm metra djúpur og skjóllítill. Þar má finna ýmis konar rusl frá fyrri hluta 20. aldar og gæti sumt af því farið að teljast til fornleifa.