Hálfavarða

Google Maps

Hálfavarða er varða skammt austan við túngarðinn í Hrauntúni, austan Skyggnisvörðu. Ásgeir Jónasson frá Hrauntúni getur þess að Hálfavarða sé þó „sízt meira en hálf“. Varðan liggur við slóða sem liggja að Gamla-stekk og áleiðis að Prestastíg.