Hábrún er efri hluti svokallaðrar Brúnar í austanverðri Þingvallasigdældinni. Skógurinn er afar þykkur og gróskugur við Hábrún og var þrautastaður á veturna fyrir sauðfjárbændur í Þingvallasveit og jafnvel nærliggjandi sveitum. Þingvallahellir og Nýi-Þingvallahellir, litlir fjárhellar, eru báðir á Hábrún.