Grjótnes

Google Maps

Grjótnes er nes við Þingvallavatn, austan Lambhaga og vestan Breiðatanga. Nesið er um 100 metra breitt þar sem það er mest og skagar 30-60 metra út í vatnið. Lítill hólmi er framan við nesið og kallast hann Grjótneshólmi. Víkin vestan við nesið kallast Grjótnesvík. Vestasti hluti Grjótness kallast Grjótnesstá. Á miðju nesinu er lítil grjótklöpp sem kallast Murtuklöpp, þar eru landamerki Skálabrekku og þjóðgarðsins, þar áður mörk Kárastaða.