Grímsstaðagil

Google Maps

Grímsstaðagil (einnig ritað Grímagil eða Grímsgil) eru tvö gil í Brekkunum, um 850 metrum suðvestan Hrútagils og 2,8 km norðaustan Brúsastaða. Gilið er kennt við Grím „litla“ úr Harðar sögu og Hólmverja, sem er sagður hafa reist sér bæ á Grímsstöðum suður af Kluftum. Ævafornar rústir eru skammt frá gilsmynninu, rétt sunnan við Grímsgilslæk sem rennur niður gilið. Gilið er um 600 metra langt, 20-50 metra breitt og 10-15 metra djúpt. Það snýr að mestu í norðvestur-suðaustur.