Grettishaf er örnefni úr Grettis sögu og á við um stein nokkurn á Sleðaási, skammt frá þjóðleiðinni sem liggur þar um. »En er þeir riðu af þingi, höfðingjarnir, áðu þeir uppi undir Sleðaási, áðr en þeir skildu. Þá hóf Grettir stein þann, er þar liggur í grasinu ok nú heitir Grettishaf. Þá gengu til margir menn að sjá steininn, ok þótti þeiin mikil furða at svá ungr maðr skyldi hefja svá mikit bjarg«.