Gálgaklettar eða Gálgi er í Stekkjargjá og liggur við austurbarm gjárinnar. Sigurður Guðmundsson málari hafði heimildarmenn fyrir því að: „Gálginn var ... milli tveggja viðlausra kletta, sem kölluðust Gálgaklettar, í Almannagjá, austanvert við götuna, sem liggur eftir gjánni til Langastígs. Ekki held ég að þar hafi verið rúm til hengingar nema einum, þó 2 kynnu að hafa getað dinglað í einu. Þar nálægt voru mannabein að finnast, og leggur af manni fannst þar nálega í minni tíð“.
Um níu manns voru hengdir á Þingvöllum fyrir þjófnað.
Frekari heimildir má nálgast á vef Árnastofnunar.