Furulundur er með sérstaka friðun sem menningarminjar innan þjóðgarðs. Hér er upphaf skipulagðrar skógræktar á Íslandi. Byrjað var að gróðursetja hér árið 1898 af danska skipstjóranum C. Ryder. Skógræktarfélag Íslands stofnað á Þingvöllum 1930 hóf hér trjárækt 1939.
Skógrækt var talin mikilvæg sem víðast. Vitnað var í Landnámu um að land hafi áður verið viði vaxið frá fjalls til fjöru. Víða voru settir um ræktarreitir á Þingvöllum. Sumir af fyrsta þjóðgarðsverði Þingvalla Guðmundi Davíðssyni en aðrir af ýmsum átthagafélögum eða félagssamtökum.