Í Flosagjá má sjá grunnvatnið streyma fram í Þingvallavatn. Hið kristaltæra vatn í gjánum frýs aldrei og því má sjá til botns á miklu dýpi bæði að vetri og sumri. Hitastigið er jafnt allt árið um kring um 3-4 °C.
Gjáin teygir sig eftir sprungusveimnum frá norðaustri til suðvesturs. Flosagjá er um 730 metra löng og dýpst um 25 metrar. Flosagjá klofnar eftir löngum hraunrima sem kallast Spöngin.

Flosagjá er nefnd eftir Flosa Þórðarsyni sem er ein lykilpersóna í Brennu-Njálssögu. Á hann að hafa stokkið þvert yfir gjána til að koma sér undan óvinum sínum.
Þingvellir Þjóðgarður