Fjárhúsamúli

Google Maps

Fjárhúsamúli (einnig nefndur Húsmúli eða Básmúli) er múli í sunnanverðu Ármannsfelli. Austan í múlanum er lítið gil sem kallast Grásteinagil og niður úr því er Bolabás. Gamla þjóðleiðin sem og núverandi akvegur liggja meðfram múlanum. Nafnið er dregið af fjárhúsum Svartagils í Múlakoti, sem standa vestur undir múlanum. Þar koma Skógarhólar. Leysingafarvegur rennur úr Ármannsfelli niður múlann ofan í Bolabás. Múlinn er nokkuð gróinn kjarri í hlíðunum. Á honum, ofan Múlakots er varða. Pétur J. Jóhannsson frá Skógarkoti hafði eftir munnmælum að oft hafi sést ljós í hlíðinni fyrir ofan Skógarhóla og óvenju bjartar stjörnur skinu yfir Ármannsfelli. Fannst honum sem að múlinn ætti frekar að kallast Ármannsmúli eftir hollvætti fjallsins.