Eitt af fjárhúsum Gjábakka var staðsett í Skógartöglunum u.þ.b. 800 metrum sunnan bæjarins. Skýr gata liggur þar á milli og fer áfram suður framhjá Selshelli og í átt að Miðfelli. Rústir fjárhússins, sem er frá 20. öld, eru enn sýnilegar og er lítill grasblettur umhverfis þær. Ef til vill eru leifar eldri fjárhúsa þar undir yfirborði.