Engjalækur er lækur í landi Brúsastaða. Hann er myndaður þar sem Markagilslækur og Náttmálagilslækur sameinast við Borgarmýri. Þaðan rennur lækurinn meðfram vesturhlíðum Djúpugrófarholts og þar er grasflöt sem kallast Engjaflöt. Áfram heldur hann meðfram Lækjartungu og sameinast að lokum Öxará skammt vestan Alboga.