Búrfellsgil

Google Maps

Búrfellsgil er djúpt gil sunnan Búrfells í austurenda Búrfellsdals. Gilið er myndað af stórum læk, sem á upptök sín í dalnum. Við mynni gilsins kallast Stóristallur og skammt sunnar Helluhólar. Búrfellsgil er um þriggja kílómetra langt og hlykkist niður hlíðarnar austan Búrfells þar til það kemur að Kjóavöllum. Þar sameinast lækurinn Öxará.