Brúsastaðamýri er hluti mýrlendis neðan Brúsastaðabrekkna. Svæðið er í landi Þingvalla en Brúsastaðir áttu rétt til torfristu í Brúsastaðamýri og vetrarbeitar í brekkunum fyrir ofan þær, í skiptum fyrir rétt Þingvallabæjar til beitar í Almannagjá og á þingstaðnum sem og slægna í Hestagjá.