Brúsastaðabrekkur

Google Maps

Brúsastaðabrekkur er heitið á hlíðinni norðaustan Brúsastaða, sem liggur frá Alboga við Öxará norður að Grímsgili. Þar kallast hlíðin Brekkurnar. Mikil landeyðing hefur átt sér stað við brekkur þessar, má víða sjá þykkar torfur með gras- og kjarrgróðri. Neðan við brekkurnar er mikið mýrlendi og er þar á meðal Brúsastaðamýri. Svæðið er í landi Þingvallabæjar. Brúsastaðir átti þó rétt á vetrarbeit í Brúsastaðabrekkum og torftistu í Brúsastaðamýri, en í skiptum fékk Þingvallabær rétt til beitar í Almannagjá og við þingstaðinn sem og slægna í Hestagjá.