Brúnkolluhöfði er mjög stór og sprunginn hraunhóll norðaustan Hrauntúns, efst á svonefndum Brúnum, sem hann er kenndur við. Hann er um 12 metra hár og um 350 metrar á lengd frá austri til vesturs, nær skeifulaga í útliti og opinn til norðurs, þar eru lautir með grasgróðri. Þar eru hér um bil takmörk Þingvallahrauns en norðan hans kemur Prestahraun. Skóglendið á þessum slóðum er kennt við Brúnkolluhöfða og kallast Höfðaskógur. Það er mest sunnan og vestan höfðans.