Breiðanes er lítið nes við norðanvert Þingvallavatn, þar sem bærinn á Vatnskoti stóð. Helga Símonardóttir Melsteð lýsir því svo:
„Bærinn stóð á nesi, sem Breiðanes heitir. Það er vogskorið, litlir tangar og víkur. Þar er þó nokkur hóll, alltaf kallaður Útvarpshóll. Árið 1930 var sett þarna útvarpsstöng. Á nesinu er klettasprunga (eða klapparskora), nefnd Sprunga, sem liggur frá austri til vesturs og liggur út í vatn vestan megin. Þó nokkuð vatn er í Sprungunni; jafnvel mátti róa inn í hana, ef hátt var í vatninu. Bærinn stóð rétt norðan við Sprunguna; á barmi hennar var flaggstæði. Ekki var hægt að komast yfir hana, heldur urðu menn að fara fyrir austurendann, ef þeir fóru suður fyrir; hún hefur verið u.þ.b. 2-3 m á breidd. Þó var með lagni hægt að hoppa yfir alveg við vatnið, þar sem hún var mjórri.“