Arnarsetur
„Þegar Innri-Sandskörðum sleppir, hækkar fjallið, og þar gengur rani úr því til norðurs. Á honum er klettur, sem heitir Arnarsetur (23). Norðaustur af þessum rana er nes, sem gengur út í vatnið. Á því er stakur móbergsklettur, sem heitir Einbúi (24)“ segir í örnefnasrá Arnarfells.
Arnarsetur er klettur undir norðanverðu Arnarfelli, efst á rana sem gengur úr fjallinu. Nákvæm staðsetning er ekki ljós en er ákvörðuð út frá lýsingum örnefnaskrár.